Skilmálar
Skilmálar
Að versla á vefnum
Afhending vöru
Við sendum hvert á land sem er. Á höfuðborgarsvæðinu er frí heimsending á pöntunum yfir kr.15.000. Kaupandi greiðir póstburðargjald utan höfuðborgarsvæðis en hægt er að sjá gjaldskrá hér: https://posturinn.is/einstaklingar/upplysingar-einstaklingar/verdskra/
Þegar þú verslar í vefverslun ÓSKART getur þú valið á milli þess að sækja pöntunina í stúdíó okkar næsta dag eða fá hana senda heim með Íslandspósti. Þú færð senda staðfestingu í tölvupósti þegar varan fer á pósthús eða er tilbúin til afhendingar í stúdíói.
Pantanir í plaköt sem á að sækja í Stúdíó ÓSKART og gerðar eru fyrir klukkan 16:00 eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag eftir klukkan 16:00 nema annað sé tekið fram. Afhending á pöntunum í Grafísk árituð verk geta tekið allt frá 2 – 4 daga. Afhending á Frummyndum / Málverkum afhendast eftir samkomulagi.
Ef pöntun þín er send með Íslandspósti fer hún í póst 24-48 klst. eftir að pöntun hefur verið gerð svo lengi sem að varan sé til og greiðslukortið fæst staðfest. Ef að varan er ekki til á lager munum við láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Þú munt síðan fá staðfestingu á komu vörunnar í tölvupósti þar sem fram kemur á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna.
Ef um sendingar út fyrir landsteinana er að ræða geta tollar og gjöld viðkomandi lands bæst við vöruverðið sem er ekki innifalið í verðunum okkar hér á heimasíðunni.
Skilafrestur
Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða t.d. ranga eða gallaða vöru.
Endurgreiðsla er gerð á sama greiðslukort og kaupin áttu sér stað upphaflega og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga til að ganga í gegn. Þetta getur verið mismunandi eftir kortafyrirtækjum og getum við því miður ekki haft áhrif á þetta.
Ef þú vilt skipta yfir í aðra vöru frá okkur þá biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við okkur og senda tölvupóst á oskarticeland@gmail.com
Útsöluvörum sem verslaðar eru á netverslun má skila/skipta innan 14 daga frá kaupum gegn annarri vöru eða inneignarnótu.
Ef senda þarf vöru til baka greiðist sá sendingarkostnaður af viðskiptavini.
Afsláttarkóðar eiga ekki við útsöluvörur.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni (fyrir utan Frumverk / Málverk) eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Sala á vörum sem senda á út fyrir landsteinana er gerð án VSK og dregst sú upphæð frá uppgefnu vöruverði hér á netversluninni.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með greiðslukorti en einnig er hægt að greiða með millifærslu með því að hafa samband við okkur í síma 7802323 eða senda tölvupóst á oskarticeland@gmail.com
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.
ÓSKART áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Upplýsingar um seljanda
ÓSKART
Hulda Ráðgjöf ehf.
Kt: 650624-0410
VSK-númer: 133936
Lyngás 1e
Apt.205
210 Garðabæ
Sími 7802323
oskarticeland@gmail.com
Persónuvernd
ÓSKART virða friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um persónuvernd og öryggi. Ef þú hefur áður heimsótt vefinn okkar vinsamlega kynntu þér yfirlýsinguna að nýju til að fullvissa þig um að þú þekkir núverandi skilmála. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi öryggi og trúnað við meðferð upplýsinga um þig geturðu haft samband við okkur með tölvupósti á oskarticeland@gmail.com
Persónulegar upplýsingar sem við söfnum
Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir.
Ef þú skráir þig á póstlista eða gefur upp netfangið þitt sendum við þér fréttabréf ÓSKART. Ef þú færð nú þegar tölvupósta frá okkur en vilt hætta að fá þá er hægt að senda okkur póst á oskarticeland@gmail.com
Neðst á öllum markpósti sem ÓSKART sendir á póstlista sinn er einnig hnappur sem býður upp á að láta fjarlægja það netfang sem pósturinn var sendur á af póstlistanum.
Að versla á vefnum okkar
Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinga þegar keyptar eru vörur í gegnum vefsíðuna.
Þegar þú pantar vöru í gegnum netverslun ÓSKART geymum við upplýsingar um kreditkortanúmerið þitt aðeins þar til varan hefur verið send frá okkur og greiðslurnar eru frágengnar. Valitor er með PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) löggildingu sem er ætluð að takmarka öll korta fjársvik. Valitor notar AVS (Address Verification Services), CVV2 (Card Verification Value, MasterCard SecureCode, Verified by Visa (VbV) og Payment Application Data Security Standard (PA DSS) for distributed software.
Kortaupplýsingar eru geymdar á öruggum stað á meðan á greiðsluferlinu stendur. Fyrir frekari upplýsingar þjónustu Valitor bendum við á heimasíðu Valitor
Ábyrgðarskilmálar
Ef vara telst gölluð munum við skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem skapast sökum aldurs vörunnar.
Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að koma með hana eða senda í pósti til ÓSKART ásamt kvittun til staðfestingar á kaupunum.